fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fréttir

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 18:00

Strúturinn réðist á Johnson. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borist Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og borgarstjóri London, varð fyrir árás strúts.

Fréttastofan Sky News greinir frá þessu.

Myndband náðist af atvikinu sem átti sér stað í safarí dýragarði í Texas fylki í Bandaríkjunum fyrir skemmstu. Deildi kona hans, Carrie, því á samfélagsmiðlum með yfirskriftinni: „Of fyndið til þess að deila ekki.“

Johnson sat með litlu barni í framsæti bílsins þegar strúturinn kom askvaðandi. Taldi Johnson sig vera öruggan en strúturinn réðst þá til atlögu og goggaði fast í forsætisráðherrann fyrrverandi.

„Ó Kristur,“ heyrðist Johnson góla en svo fylgdu blótsyrði sem voru svo ljót að það þurfti að setja hljóð yfir þau.

Johnson hrökklaðist úr embætti vorið 2023 eftir ýmsa skandala í Íhaldsflokknum og að hann hafði gerst sekur um sóttvarnarbrot. Síðan þá hefur hver leiðtogi á fætur öðrum hrökklast úr stólnum og ekki er útlitið gott fyrir núverandi formann, Kemi Badenoch. Er talið að Johnson geti hugsanlega snúið aftur í stólinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni

Svona verður veðrið í dag: Búist við asahláku og glerhálku á hrekkjavökunni