fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fókus

Veðbankarnir um Eurovision: Útlitið ekki gott fyrir Væb í Sviss

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. apríl 2025 15:30

Væb unnu Söngvakeppnina en komast þeir áfram í Basel?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku Væb strákarnir sem taka þátt í Eurovision fyrir hönd Íslands eiga ekki mikla möguleika á að komast áfram upp úr undankeppni. Það er ef marka má veðbankana.

Tæpur mánuður er í Eurovision keppnina sem er að þessu sinni haldin í svissnesku borginni Basel. Hefst hún þriðjudaginn 13. maí og úrslitin eru laugardaginn 17. maí.

Af þeim 37 löndum sem taka þátt í keppninni er Ísland eins og stendur í 35. sæti hjá veðbönkum. Hefur lagið „Róa“ lítið hreyfst úr stað í þá tæpa tvo mánuði, eða frá því að Væb liðar unnu Söngvakeppnina og ljóst var að þeir myndu flytja framlag Íslands þetta árið.

Aðeins atriði Króatíu og Svartfjallalands eru talin ólíklegri til sigurs en íslenska atriðið. Sigurlíkurnar eru taldar vera innan við 1 prósent og talið ólíklegt að þessi lönd fari upp úr undankeppninni.

Svíþjóð er talið vera með sigurstranglegasta lagið að þessu sinni, „Bara bada bastu“ í flutningi KAJ. Sigurlíkur þess eru taldar 31 prósent. Önnur lönd sem eru ofarlega hjá veðbönkum eru Austurríki, Frakkland, Ísrael, Holland, Finnland og Belgía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar

Gísli Pálmi fór með ættjarðarljóð á gröf Jónasar Hallgrímssonar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“

Fanney snerti viðkvæman blett hjá sumum – „Fólk er farið að skuldsetja sig til að eignast þessa hluti, sem er galið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu