fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Varar við vinsælum olíum til steikingar – Segir þær geta valdið hættulegu krabbameini

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. apríl 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn fremsti krabbameinssérfræðingur Bretlands varar nú við því að olíur sem finnast í mörgum heimilum geti aukið hættu á hættulegri tegund brjóstakrabbameins.

Prófessor Justin Stebbing, krabbameinslæknir við Imperial College London, segir að línólsýra – fjölómettuð fitusýra sem er algeng í fræolíum – geti haft skaðleg áhrif þegar hún hitnar við eldun. Samkvæmt rannsóknum getur sýran valdið bólgum og stuðlað að því að krabbameinsfrumur vaxi og fjölgi sér hraðar.

„Við viljum ekki hræða fólk frá því að nota olíur yfir höfuð, en það er ástæða til að stíga varlega til jarðar,“ segir Stebbing í samtali við breska fjölmiðla. „Sérstaklega ættu þeir sem tilheyra áhættuhópum, til dæmis með fjölskyldusögu um brjóstakrabbamein, að huga að neyslu sinni.“

Stebbing bendir á að fræolíur séu mikið notaðar í unnin matvæli, steikingu og matreiðslu, og séu því stór hluti af daglegri fæðu margra. Meðal þeirra olía sem innihalda mikið af linólsýru eru sólblómaolía, maísolía og sojabaunaolía.

Nýlegar rannsóknir benda til þess að linólsýra geti umbreyst í skaðleg efnasambönd við mikinn hita sem geti hugsanlega stuðlað að æxlisvexti. Þó séu ekki allir vísindamenn sammála um hversu stór áhrif þessi tengsl hafi í raun og veru, og kalla margir eftir frekari rannsóknum.

Krabbameinsfélög víðsvegar um heim hafa síðustu ár aukið áherslu á rannsóknir á tengslum mataræðis og krabbameins. Á meðan endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir, telja sérfræðingar skynsamlegt að velja fjölbreytta fitugjafa – svo sem ólífuolíu, repjuolíu og avókadóolíu – í stað þess að treysta alfarið á fræolíur.

„Við þurfum ekki að útiloka þessar olíur, heldur nota þær í hófi og í jafnvægi við aðra fitu úr jurtum og fiskafurðum,“ segir Stebbing um fræolíurnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“

María Rut varð sambandslaus fyrir vestan – „Þessir dauðu blettir eru út um allt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna

Farsæl endalok í Langahlíð Guesthouse málinu – Áhrifavaldurinn endurgreiddi trygginguna