Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur ekki hugmynd um hvenær vængmaðurinn Jadon Sancho snýr aftur.
Sancho er að glíma við meiðsli þessa stundina en sneri aftur til æfinga í vikunni fyrir leik gegn Crystal Palace.
Sancho verður ekki með gegn Arsenal um helgina en hann hefur verið í ákveðnu basli á Old Trafford eftir komu frá Dortmund árið 2021.
Síðan Ten Hag tók við hefur Sancho aðeins spilað 14 leiki og var hans síðasti leikur í október gegn Chelsea.
,,Ég get ekki svarað þessari spurningu. Hann er að reyna að taka næsta skref,“ sagði Ten Hag.
,,Hann er byrjaður að æfa í fyrsta sinn og æfði fyrir síðasta leik. Við tökum aðeins eitt skref í einu.“