39 morð játaði brasilíski öryggisvörðurinn Tiago da Rocha að hafa framið. Hann fór um á mótorhjóli í Goiás-héraði, ók upp að fórnarlömbum sínum og kallaði: „Rán!“ áður en hann skaut þau til bana. Tiago stal þó aldrei neinu. Hann beindi einkum spjótum sínum að heimilislausum, konum og samkynhneigðum. Tiago var dæmdur í 25 ára fangelsi árið 2016 fyrir ellefu morð.