

Bournemouth hefur áhuga á að fá framherjann Ethan Nwaneri að láni frá Arsenal, samkvæmt The Independent.
Nwaneri, sem er 18 ára gamall og leikur með enska U21 árs landsliðinu, hefur átt erfitt uppdráttar með að fá reglulegan spilatíma með aðalliði Arsenal á tímabilinu.
Þrátt fyrir það er talið að hann kjósi helst að vera áfram hjá Arsenal út tímabilið frekar en að fara á lánssamning í janúarglugganum.
Arsenal metur Nwaneri mikils til framtíðar og vill halda áfram þróun hans innan félagsins.
Bournemouth lítur hins vegar á hann sem áhugaverðan kost til að styrkja sóknarlínu sína til skemmri tíma en Antoine Semenyo er farin til Manchester City.