

Framherjinn Mario Balotelli, sem lék meðal annars með Manchester City og Liverpool, stefnir í að ganga til liðs við sitt 14. félag á ferlinum.
Balotelli, sem er 35 ára gamall, er sagður vera að undirbúa félagaskipti til Al Ittifaq, sem leikur í næstefstu deild Sameinuðu arabísku furstadæmanna.
Ef af verður markar það enn eitt kaflaskipti á litríkum ferli Ítalans, sem hefur spilað víðsvegar
Ferill Balotelli hefur einkennst af miklum hæfileikum, óstöðugleika og tíðum félagaskiptum, en hann hefur engu að síður skilið eftir sig spor hjá stórum félögum í Evrópu.
Nú virðist hann ætla að halda ferlinum áfram í Miðausturlöndum og bæta nýju félagi við langan lista sinn.