

Sveinn Gíslason, stjórnarmaður hjá KSÍ hefur verið tekinn á teppið af varaþingmanninum, Tómasi Þór Þórðarsyni fyrir ummæli sín um Kára Árnason og Víking.
Sveinn Gísli óð út á sviðið í ummæla kerfinu á Facebook undir frétt Fótbolta.net um að Víkingur hefði hafnað því að leyfa Aroni Baldvini Þórðarsyni að taka við ÍBV.
Aron er aðstoðarmaður Sölva Geir Ottesen hjá Víking og taldi félagið sig ekki geta misst hann úr teymi sínu, viðræðu við ÍBV var því slitið.
Sveinn Gísli sem er tengdur Breiðablik virðist ósáttur með þetta en Aron Baldvin vildi taka við ÍBV. „Af hverju dettur mér í hug orðið vistabönd en sé það orðað googled þá fær kemur: Bóndi réði allri vinnu hjúa sinna og fékk af henni allan arð hvort sem vinnan var unnin á heimili hans eða utan þess. Ef vinnumaður fór til dæmis í verið langt burt frá bæ þeim sem hann var ráðinn til, fékk bóndi allan afla sem vinnumaðurinn dró úr sjó,“ skrifaði Sveinn Gísli.

Við þetta er Tómas Þór, þingmaður og starfsmaður Sjálfstæðisflokksins ósáttur en hann á einnig sæti í aðalstjórn Víkings. Hann minnir Svein á það að hann starfi fyrir félögin í landinu og þar á meðal Víking.
„Sæll, Sveinn. Ég vil bara góðfúslega minna þig á, að þú situr í stjórn KSÍ í umboði félaganna, þ.á.m. Víkings. Þó málfrelsi ríki svo sannarlega á Íslandi efast ég um að það sé sniðugt fyrir stjórnarmann KSÍ – Knattspyrnusamband Íslands að gagnrýna vinnubrögð félags sem hann situr í umboði fyrir opinberlega. Í ólgusjó fótboltans gerast allskonar hlutir sem stjórnin þarf að íhlutast um – og þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá. Bestu kveðjur,“ skrifar Tómas.
Sveinn virtist átta sig fljótt á því að þarna hefði hann gert mistök. „Sammála ég hljóp á mig hér – takk fyrir þessa ábendingu hún á rétt á sér.“