
Ruben Amorim var í morgun rekinn sem stjóri Manchester United. Darren Fletcher tekur við til bráðabirgða.
Amorim hefur stýrt United í 14 mánuði. Fyrsta tímabil hans við stjórnvölinn var hörmulegt og þó bætingu hafi mátt sjá á liðinu á þessari leiktíð hefur gengið verið kaflaskipt.
Meira
Ruben Amorim rekinn frá Manchester United
Fletcher tekur við á meðan verið er að leita að nýjum stjóra. Hann er goðsögn hjá félaginu, lék með því nær allan ferilinn og ólst þar upp að mestu.
Fletcher er sem stendur þjálfari U-18 ára liðsins og hefur vakið athygli þar. Hann var áður tæknilegur ráðgjafi hjá United og í teymi Amorim, en var færður í núverandi starf sitt í sumar.
Einnig hefur Fletcher verið þjálfari U-16 ára liðsins. Er hann í miklum metum á Old Trafford.