
Gengi Erling Braut Haaland undanfarnar vikur hefur ekki verið eins og við eigum að venjast. Greinendur BBC birtu ítarlega grein um stöðuna á norska framherjanum og hvað gæti orsakað henni.
Haaland er enn markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar en hann hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu átta leikjum, ekkert úr opnum leik, og það hefur haldist í hendur við verra gengi Manchester City bæði heima og í Evrópu.
Álag virðist vera stór þáttur. Haaland hefur spilað yfir 2500 mínútur á tímabilinu og er meðal þeirra framherja í Evrópu sem hafa spilað mest. Sóknartölur hans hafa farið hratt niður á við: færri skot, færri snertingar í teignum og mun lægra xG.
Taktísk breyting hjá Pep Guardiola spilar einnig inn í. City hefur snúð sér frá frá beinum, hröðum sóknum sem hentuðu Haaland fullkomlega yfir í byggja hægar upp en stýra leikjunum. Meiðsli lykilmanna eins og Josko Gvardiol og Ruben Dias hafa hægt á uppbyggingu.
Kantmenn hafa þá ekki náð sömu gæðum í fyrirgafir og fyrr og andstæðingar nota gjarnan tvo menn til að verjast Haaland.
Eins og heyra má spilar ýmislegt inn í dapurt gengi Haaland undanfarið samkvæmt greinendum BBC, en fyrir áhugasama má nálgast afar ítarlega grein þeirra hér.