

Juventus hafa haft samband við Crystal Palace vegna mögulegra félagaskipta á framherjanum Jean-Philippe Mateta í janúarglugganum, samkvæmt Sky á Ítalíu.
Knattspyrnustjóri Juventus, Luciano Spalletti, hefur gefið verkefninu grænt ljós þar sem hann er hrifinn af leikmanninum. Juventus eru að leita að langtímalausn í sókninni sem arftaka Dusan Vlahovic og vilja helst fá Mateta strax til liðs við félagið.
Þó svo að Juventus ákveði að fara ekki í kaupin núna í janúar, er það ekki útilokað að félagið geri tilraun í sumar. Mateta er sagður vera á lista félagsins til lengri tíma.
Fyrr í mánuðinum greindi Sky Sports News einnig frá því að Manchester United hafi lengi haft áhuga á Mateta. Þó United séu ekki virkir í leit að nýjum framherja í þessum glugga, gæti Frakkinn orðið raunhæfur kostur ef hann verður laus síðar.