

FH og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um félagaskipti Adolfs Daða Birgissonar. Adolf gerir fjögurra ára samning í Hafnarfirðinum.
Fleiri félög vildu fá Adolf Daða en hann hafði aðeins áhuga á því að fara í FH samkvæmt heimildum 433.is.
FH media hitti Davíð Þór Viðarsson, yfirmann knattspyrnumála FH, á Dominos Flatahrauni og hafði hann þetta að segja um Adolf Daða;
„Við höfum fylgst með Adolfi í dágóðan tíma og erum mjög ánægðir með að hafa náð að klófesta hann. Hann kemur inn með mikla orku, hraða og vinnusemi. Getur leyst báðar kantstöðurnar og framherjastöðuna hjá okkur. Hann hefur einnig fína reynslu úr efstu deild, tækifærin hafa verið af skornum skammti undanfarið en við ætlum okkur að hjálpa honum að koma ferlinum á fulla ferð á nýjan leik.“