fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Þetta er ástæðan sem Manchester United gefur fyrir brottrekstrinum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. janúar 2026 10:31

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var tilkynnt í morgun að Ruben Amorim hafi verið rekinn frá Manchester United. Félagið segir það vera vegna daprar stöðu í ensku úrvalsdeildinni.

Amorim tók við í nóvember 2024 en náði alls ekki að snúa gengi liðsins við. Endaði það í 15. sæti deildarinnar en fór þó í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þar sem tap gegn Tottenham var niðurstaðan.

Helstu miðlar segja ástæðuna fyrir brottrekstrinum ekki síst vera þar sem samband hans við yfirmenn hefur stirnað hressilega undanfarna daga. Eftir jafntefli gegn Leeds í gær skaut  hann á menn á bak við tjöldin og bað um frið til að sinna sínu starfi.

Yfirlýsing Manchester United í heild
Ruben Amorim hefur yfirgefið stöðu sína sem aðalþjálfari Manchester United. Ruben var ráðinn í nóvember 2024 og kom liðinu í úrslit Evrópudeildarinnar í Bilbaó í vor.

Þar sem Manchester United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar hefur félagið með trega ákveðið að þetta sé rétti tíminn til að gera breytingar. Þetta mun gefa liðinu besta möguleikann á að enda sem efst í deildinni.

Félagið þakkar Amorim fyrir vinnu sína í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni. Darren Fletcher tekur við liðinu í leiknum gegn Burnley á miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands

Fyrrum leikmaður Arsenal fer til Tyrklands
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn

Borga yfir 130 milljónir fyrir íslenska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna

Tveir fyrrum leikmenn United berjast um bráðabirgðastöðuna
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“

Skelfilegt slys: 15 ára drengur lést er hann var að flýja hunda – „Það var ekkert öryggi þarna, þetta er óásættanlegt óréttlæti“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta