
Ruben Amorim hefur verið rekinn frá Manchester United. Frá þessu greina allir helstu miðlar.
Amorim hefur stýrt United í 14 mánuði. Fyrsta tímabil hans við stjórnvölinn var hörmulegt og þó bætingu hafi mátt sjá á liðinu á þessari leiktíð hefur gengið verið kaflaskipt.
Þá virtist hann skjóta á yfirmenn sína eftir jafntefli við Leeds í gær. Sagðist hann vilja fá að sinna sínu starfi í friði.
Þessar deilur hafa leitt til þess að Amorim fékk stígvélið nú í morgunsárið. Búist er við að Darren Fletcher, fyrrum leikmaður United, taki við til bráðabirgða.