Hákon Rafn Valdimarsson markvörður Brentford gerði sig sekan um slæm mistök í leik gegn Aston Villa í enska deildarbikarnum í kvöld.
Hákon fékk tækifærið í marki Brentford en Villa er með 1-0 forystu í hálfleik.
Það var Harvey Elliott sem kom Villa yfir með sínu fyrsta marki fyrir félagið en Hákon var svekktur með sjálfan sig.
Eftir sendingu frá Hákoni missti Brentford boltann og skot Harvey kom í kjölfarið, það var nálægt Hákoni sem náði ekki að verja og boltinn rataði í gegnum klof hans.
Íslenski markvörðurinn var svekktur með sjálfan sig eins og sjá má hér að neðan.
Harvey Elliott’s first goal for Aston Villa!
— Anfield Agenda (@AnfieldAgenda) September 16, 2025