fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 6. júlí 2025 10:30

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Leikmenn og þjálfarar íslenska kvennalandsliðsins tóku ákvörðun um að æfa ekki á keppnisvellinum í Bern í gær fyrir leik kvöldsins gegn Sviss af praktískum ástæðum. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari sagði frá þessu á blaðamannafundi í gær.

„Við vildum ekki vera í rútu lengur en við þurftum og sleppa við tímapressuna, mega bara vera 60 mínútur úti á velli og svo: Burt með ykkur. Við gátum dólað okkur í því sem við vildum vera að gera,“ útskýrði Þorsteinn.

„Þó æfingin hafi ekki verið neitt löng vildum við bara gefa okkur tíma. Þetta var samkomulag milli þjálfara og leikmanna. Þetta hentaði okkur vel. Leikmenn eru vanir að spila á svona völlum og það er ekkert nýtt.“

Leikur Íslands og Sviss er afar mikilvægur fyrir bæði lið, en þau töpuðu gegn andstæðingum sínum í fyrstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra

Gríðarlegur munur á tekjum kvenna og karla – Stelpurnar gátu náð í 5,1 milljón evra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi

Íslendingar telja tæp 7 prósent á uppseldum leikvangi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja

Uppljóstrar um grjótharða reglu sem allir hjá KSÍ þurfa að fylgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina

Athyglisverð ummæli Þorsteins hughreysta íslensku þjóðina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Græðir þú á árangri landsliðsins?

Græðir þú á árangri landsliðsins?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband

Íslendingar eiga góðar minningar frá sviði morgundagsins – Myndband
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Glódís eina spurningamerkið

Glódís eina spurningamerkið
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima

Besta deildin: Vestri og ÍA töpuðu heima