Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ, segir knattspyrnu í kvennaflokki vera á fljúgandi siglingu um þessar mundir. Hann settist niður með 433.is í Thun í gær, en hér dvelst kvennalandsliðið á meðan EM stendur.
„Ég held að knattspyrna kvenna sé á rosalegri siglingu. Við sjáum það í allri fjölmiðlaumfjöllun, mætingu á völlinn, áhugann sem er verið að sýna liðinu okkar, fótboltinn er orðinn miklu betri. Meiri hraði og ákefð. Taktístk er þetta miklu betra en þetta var,“ sagði Jörundur.
„Það er ótrúlega gaman að sjá hvernig þróunin er að verða. Stelpurnar líka finna það, þær eru mikið að ræða fótbolta, einhverja leikmenn eða taktík. Þegar maður situr fundina með þeim sér maður að þær eru óhræddar við að koma sínu fram, spyrja og koma með input sem mér finnst alltaf rosalega gott.“
Ísland mætir Sviss í öðrum leik sínum á EM í gær og þarf á sigri að halda eftir tap gegn Finnum í síðustu umferð.