Nico Williams kantmaður Athletic Bilbao hefur tekið óvænt skref og skrifað undir nýjan tíu ára samning við félagið.
Williams var sagður nálægt því að ganga í raðir Barcelona en eitthvað hefur gerst.
Arsenal og FC Bayern höfðu einnig sýnt honum áhuga en þessi 22 ára kantmaður ákvað að fara ekki fet.
Williams hefur alla tíð leikið með Athletic og líður vel þar, einnig er hann á meðal launahæstu leikmanna La Liga deildarinnar.
Williams hefur lengi verið eftirsóttur en hefur nú bundið enda á allar sögusagnir með tíu ára samning.
BREAKING: Nico Williams signs new TEN-YEAR contract at Athletic Club!
A target for Barcelona, Bayern Munich, Arsenal and many more, but the 22-year-old has committed to the club until 2035 🚨🔒 pic.twitter.com/3uoNeMeJ0e
— Sky Sports Football (@SkyFootball) July 4, 2025