Manchester United ætlar að bjóða Tom Heaton markverði félagsins nýjan samning. Núverandi samningur hans rennur út í sumar.
Heaton er ekki í neinu hlutverki innan vallar en utan vallar er hann mikilvægur ef marka má Manchester Evening News.
Heaton er sagður í miklum metum hjá Ruben Amorim og sagður meta það að hafa Heaton.
Markvörðurinn er 39 ára gamall en hann ólst upp hjá United en snéri svo aftur til félagsins sumarið 2021.
Heaton á að baki 3 A-landsleiki fyrir England en hann hefur víða farið á ferli sínum.