Það kemur ekki til greina hjá Kevin De Bruyne að skrifa undir hjá ensku félagi í sumar. Telegraph segir frá þessu.
De Bruyne er að renna út á samningi hjá Manchester City og fer frítt í sumar eftir tíu frábær ár hjá félaginu.
Hann hefur einna helst verið orðaður við Napoli, sem og lið í MLS-deildinni vestan hafs og Sádi-Arabíu, en einnig lið eins og Liverpool og Aston Villa á Englandi.
Belginn ætlar þó ekki að spila fyrir annað lið á Englandi og vill taka að sér áskorun í öðru landi.