Starfsmenn Manchester United bauluðu á Sir Jim Ratcliffe stjórnanda og eiganda félagsins yfir úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.
Starfsmenn United fengu ekki miða á leikinn en félagið bauð þeim að horfa á leikinn saman í Manchester.
Þegar Ratcliffe birtist á skjánum baulaði stór hluti starfsmanna félagsins.
Ratcliffe hefur verið að skera niður hjá félaginu og í sumar er búist við að um 200 starfsmenn missi vinnuna sína í frekari niðurskurði.
Einnig var baulað þegar Avram Glazer annari eigandi félagsins birtist á skjánum en hiti virðist vera í fólki.
United tapaði úrslitaleiknum í gær gegn Tottenham og staða félagsins hefur ekki verið jafn slæm í marga áratugi.