Liverpool gæti þurft að treysta á það að Arsenal nái ekki að landa Brasilíumanninum Rodrygo frá Real Madrid, svo félaginu takist ætlunarverk sitt á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Rodrygo er nú orðaður við Arsenal, en ekki er víst að hann verði í stóru hlutverki eftir komu Xabi Alonso til Real Madrid.
Talið er að Real Madrid muni horfa til Florian Wirtz ef Rodrygo fer, en Liverpool er einmitt eitt af þeim félögum sem hafa áhuga á Þjóðverjanum einnig.
Wirtz sem er á mála hjá Bayer Leverkusen er afar eftirsóttur fyrir sumarið. Auk Liverpool og Real Madrid hefur hann verið orðaður við Bayern Munchen og Manchester City.