The Athletic segir allar líkur á því að Alvaro Carreras bakvörður Benfica gangi í raðir Real Madrid, það sé komið samkomulag milli leikmanns og Real Madrid.
Sagt er að viðræður félagana fari á fullt eftir helgi þegar úrslitaleikur bikarsins í Portúgal sé búinn.
Carreraskom til Benfica árið 2023 frá Manchester United. United getur keypt Carreras á 15 milljónir punda en Real Madrid er tilbúið að borga um 50 milljónir punda fyrir hann.
United gæti hagnast vel á því en félagið er með allt að 50 prósenta klásúlu um næstu sölu, félagið gæti því fengið 20-25 milljónir punda í sinn vasa.
Ekki er talið líklegt að United muni reyna að kaupa Carreras í sumar þar sem félagið keypti Patrick Dorgu í janúar á 29 milljónir punda.
Carreras er frá Spáni en hann er 22 ára gamall og er á óskalista Xabi Alonso sem er að taka við liðinu.