Rodri, einn besti leikmaður heims, er í leikmannahópi Manchester City í fyrsta sinn síðan í haust í leiknum gegn Bournemouth í kvöld.
Miðjumaðurinn hlaut Ballon d’Or verðlaunin fyrir síðasta ár og hefur City saknað hans sárt á leiktíðinni. Liðið, sem hefur unnið enska meistaratitilinn fjögur ár í röð, mun fara titlalaust í gegnum leiktíðina og hefur ekki enn tryggt sér Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.
Leikurinn í kvöld er því afar mikilvægur og verður spennandi að sjá hvort Rodri komi við sögu á ný.
Í hinum leik kvöldsins mætast nýkrýndir bikarmeistarar Crystal Palace og Wolves sem hefur enga þýðingu fyrir niðurstöðu mótsins. Þar er Matheus Cunha á bekknum hjá Úlfunum, en hann er sagður á leið til Manchester United.
Your City side 🩵
XI | Ederson, Nunes, Akanji, Dias, Gvardiol, Kovacic, Gundogan, De Bruyne (C), Bernardo, Marmoush, Haaland
SUBS | Ortega Moreno, Ake, Grealish, Doku, Nico, Rodri, Foden, Bobb, O'Reilly#ManCity | @etihad pic.twitter.com/QHqeRw1vzw
— Manchester City (@ManCity) May 20, 2025