Marseille vill ekki selja Mason Greenwood í sumar en gæti neyðst til þess til að laga bókhaldið.
Greenwood var frábær á liðnu tímabili í Frakklandi og var einn besti leikmaður deildarinnar.
Framherjinn var keyptur frá Mancehster United síðasta sumar og hefur slegið í gegn hjá Marseille.
Greenwood er 23 ára gamall en hann var á láni hjá Getafe tímabilið á undan.
United vildi ekki spila Greenwood eftir að hann var ásakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi. Greenwood er sagður hafa áhuga á að koma til Englands aftur.