Miðjumaðurinn Jorginho nær HM félagsliða með nýju liði sínu, Flamengo.
Hinn 33 ára gamli Jorginho verður samningslaus hjá Arsenal eftir leiktíðina og fer hann því frítt til Brasilíu, landsins þar sem hann fæddist en hann valdi þó að leika fyrir ítalska landsliðið.
Jorginho gekk í raðir Arsenal í janúar 2023 frá Chelsea. Hefur hann reynst félaginu dyggur þjónn en er þó í aukahlutverki.
Nú fer hann til Flamengo og þó HM hefjist í júní, áður en Jorginho verður formlega samningslaus hjá Arsenal, fær hann að fara á mótið. Enska félagið gaf grænt ljós á það.
Jorginho mun til að mynda mæta sínu fyrrum félagi, Chelsea, á HM í Bandaríkjunum þann 20. júní.