fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 20. maí 2025 22:00

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Jorginho nær HM félagsliða með nýju liði sínu, Flamengo.

Hinn 33 ára gamli Jorginho verður samningslaus hjá Arsenal eftir leiktíðina og fer hann því frítt til Brasilíu, landsins þar sem hann fæddist en hann valdi þó að leika fyrir ítalska landsliðið.

Jorginho gekk í raðir Arsenal í janúar 2023 frá Chelsea. Hefur hann reynst félaginu dyggur þjónn en er þó í aukahlutverki.

Nú fer hann til Flamengo og þó HM hefjist í júní, áður en Jorginho verður formlega samningslaus hjá Arsenal, fær hann að fara á mótið. Enska félagið gaf grænt ljós á það.

Jorginho mun til að mynda mæta sínu fyrrum félagi, Chelsea, á HM í Bandaríkjunum þann 20. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur
433Sport
Í gær

Neitar að styðja við baráttu samkynhneigðra – Sjáðu hvað hann gerði um helgina

Neitar að styðja við baráttu samkynhneigðra – Sjáðu hvað hann gerði um helgina
433Sport
Í gær

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“

Mikael tekur Óskar Hrafn til bæna eftir helgina – „Ég nenni ekki að vera með barnið mitt úti í 10 ár að detta af hjólinu“