Ruben Amorim hótaði því að hætta sem stjóri Manchester United í janúar, tveimur mánuðum eftir að hann tók við.
Amorim tók við United í nóvember en var að gefast upp í janúar.
ESPN segir frá þessu og segir að eftir 3-1 tap gegn Brighton á heimavelli hafi Amorim viljað hætta.
Hann var að gefast upp en stjórnarmenn United töluðu hann af því að labba í burtu eftir aðeins tvo mánuði.
Amorim braut sjónvarp inn í klefa leikmanna þegar hann ræddi við þá um stöðu mála.
Stjórnarmenn United lofuðu því að styðja við Amorim og á morgun getur hann borgað til baka með því að vinna Evrópudeildina.