Nemanja Matic, fyrrum leikmaður Manchester United og Chelsea og nú Lyon, gæti átt yfir höfði sér refsingu fyrir hylja merki til stuðnings LGBTQ+ um helgina.
Um herferð til stuðnings málefninu er að ræða og voru allir leikmenn með merki á erminni, sem Matic hafði þó hulið.
Dæmi eru um að leikmenn í franska boltanum geri þetta en Mohamed Camara fékk fjögurra leikja bann fyrir svipað athæfi í leik með Monaco í fyrra.
Það má því ætla að Matic hljóti álíka refsingu.