fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Danski reynsluboltinn staðfestur á Akureyri

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. apríl 2025 15:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KA hefur staðfest komu Marcel Rømer. Tíðindin höfðu legið í loftinu. Hann kemur frá Lyngby, en hann var fyrirliði liðsins.

Rømer er 33 ára gamall reynslubolti sem spilar á miðjunni, en getur einnig leyst stöðu miðvarðar. Hann á að baki yfir 250 leiki í dönsku úrvalsdeildinni.

KA er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðir Bestu deildarinnar.

Tilkynning KA
KA barst í dag mikill liðsstyrkur fyrir baráttuna í sumar þegar Marcel Rømer skrifaði undir samning við knattspyrnudeild félagsins. Rømer er 33 ára miðjumaður sem mætir norður frá danska liðinu Lyngby þar sem hann var fyrirliði.

Það er ljóst að það er mikil styrking að fá Rømer í lið okkar en hann hefur leikið rúmlega 250 leiki í efstu deild í Danmörku og hefur verið leiðtogi í sterku liði Lyngby.

Rømer leikur iðulega á miðri miðjunni sem varnarsinnaður miðjumaður en hann getur einnig leikið sem miðvörður.

Hann hóf feril sinn í HB Køge þar sem hann braut sér leið inn í meistaraflokkslið félagsins árið 2009. Þar lék hann 98 leiki uns hann gekk í raðir Viborg árið 2013. Þar lék hann í þrjú ár og gekk í kjölfarið í raðir SønderjyskE. Þar lék hann 101 leik áður en hann gekk loks í raðir Lyngby árið 2019. Þá lék Rømer 8 leiki með yngrilandsliðum Danmerkur á sínum tíma og gerði í þeim eitt mark.

Við erum virkilega spennt fyrir komu Rømers hingað norður og ljóst að hann mun bæði styrkja liðið sem og færa mikilvæga reynslu inn í hópinn en spennandi verkefni eru framundan en Bikarmeistarar KA leika í evrópukeppni í sumar og þá hefur KA leik í Mjólkurbikarnum á föstudaginn þegar KFA mætir norður á Greifavöllinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum