fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

„Fullkominn arftaki Salah“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. mars 2025 11:02

Chelsea fagnar marki á síðustu leiktíð. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool á að fá Cole Palmer til að leysa Mohamed Salah af, fari Egyptinn í sumar. Þetta skrifar Jeremy Cross, ritstjóri íþróttadeildar Daily Star í pistli í blað dagsins.

Palmer er besti leikmaður Chelsea, en hann kom til liðsins frá Manchester City fyrir síðustu leiktíð. Fékk hann lítið að spila á Etihad en hefur heilt yfir slegið í gegn síðan hann flutti til London.

Cross vill meina að nú sé tíminn til að taka næsta skref. Það gæti verið á Anfield ef Salah yfirgefur Liverpool í sumar. Kappinn er að eiga stórkostlegt tímabil en verður samningslaus í sumar.

„Það bíður Palmer ekkert meira spennandi en ferðalag til Póllands í Sambandsdeildinnni og að hjálpa Chelsea að ná Meistaradeildarsæti. Það er ekki ásættanlegt fyrir mann með þessa hæfileika,“ skrifar Cross.

„Hann fór frá City til að fá spiltíma og hann hefur fengið hann. En hann er of góður fyrir Chelsea og þarf að finna lið sem er í hans gæðaflokki. Ef Mohamed Salah fer frá Liverpool væri hann fullkominn arftaki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM

Útilokar ekki að skipta um þjóðerni eftir að Skotar komust á HM
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga

Tveir risar á eftir bakverðinum öfluga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum

Samningaviðræður við Saka sagðar á lokametrunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás

Tók þátt í að fjárkúga félaga sinn – Eftir að hafa varað hann við fór af stað lygileg atburðarás
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening

Ótrúleg uppljóstrun í ævisögu stórstjörnunnar – Sögðu honum að hætta að skora til að spara pening