fbpx
Föstudagur 16.janúar 2026
433Sport

Valur staðfestir kaup á Andi Hoti

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. mars 2025 09:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andi Hoti gerir fimm ára samning við Val

Knattspyrnufélagið Valur og varnarmaðurinn öflugi Andi Hoti hafa gert með sér fimm ára samning og gengur Andi strax til liðs við Val. Hann mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. Andi sem er fæddur árið 2003 er uppalinn hjá Leikni Reykjavík en hefur einnig leikið með Þrótti og Aftureldingu. Hann á bæði landsleiki með U-19 og U-21 ára landsliðum Íslands. Valur kaupir Andi frá Leikni og er kaupverðið trúnaðarmál.

„Við höfum fylgst lengi með Andi og það er alveg frábært að ná samningum við hann á þessum tímapunkti. Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem við teljum að henti vel í það leikkerfi sem við erum að spila og svo er hann líka á flottum aldri. Við höfum verið að styrkja okkur í ákveðnum stöðum í vetur og tölurnar hans Andi og það feedback sem við höfum fengið á hann benda til þess að hann eigi eftir að vera mikilvægur fyrir okkur,“ segir Björn Steinar Jónsson formaður knattspyrnudeildar Vals.

Sjálfur var Andi hrikalega ánægður með nýja samninginn sem er eins og fyrr segir til fimm ára.

„Þetta er rökrétt skref fyrir mig enda hef ég spilað lengi í Lengjudeildinni og þetta er tækifæri sem ég hef verið að bíða eftir. Auðvitað er erfitt að yfirgefa Leikni sem er minn uppeldisklúbbur en við viljum allir vera á stóra sviðinu og ég er svo sannarlega kominn þangað. Hlakka til þess að sýna bæði völsurum og öðrum hversu góður leikmaður ég er og get ekki beðið eftir því að fara að vinna leiki með því frábæra liði sem ég er nú orðinn hluti af,“ sagði Andi Hoti á Hlíðarenda í morgun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ríkir gríðarleg bjartsýni hjá United um að fá miðjumanninn næsta sumar

Ríkir gríðarleg bjartsýni hjá United um að fá miðjumanninn næsta sumar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brooklyn Beckham þurfti að fylgja þessari reglu þegar hann bjó hjá foreldrum sínum – Er í stríði við þau í dag

Brooklyn Beckham þurfti að fylgja þessari reglu þegar hann bjó hjá foreldrum sínum – Er í stríði við þau í dag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vill vera áfram hjá Liverpool en segir stöðuna flókna

Vill vera áfram hjá Liverpool en segir stöðuna flókna
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýi maðurinn tók mistökin á sig

Nýi maðurinn tók mistökin á sig
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rashford orðaður við tvö ný félög í dag – Virðist þó sjálfur útiloka annað þeirra

Rashford orðaður við tvö ný félög í dag – Virðist þó sjálfur útiloka annað þeirra
Sport
Fyrir 23 klukkutímum

EM í handbolta hafið – Íslendingar stýra för í fyrsta leik

EM í handbolta hafið – Íslendingar stýra för í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Niðurskurður á Sýn nær inn í þáttagerð um enska boltann – Varsjáinni kippt af dagskrá

Niðurskurður á Sýn nær inn í þáttagerð um enska boltann – Varsjáinni kippt af dagskrá
433Sport
Í gær

Enzo efstur á blaði hjá PSG – Sagður íhuga stöðu sína eftir brottrekstur á nýársdag

Enzo efstur á blaði hjá PSG – Sagður íhuga stöðu sína eftir brottrekstur á nýársdag