

Forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV þurfa að finna þjálfara eftir að Þorlákur Árnason sagði mjög óvænt upp störfum í gærkvöldi. Þorlákur var ósáttur með ráðningu á framkvæmdarstjóra knattspyrnudeildar.
Alex Freyr Hilmarsson leikmaður liðsins var ráðinn í starfið á dögunum og þrátt fyrir að Þorlákur hafi ekki sett sig upp á móti ráðningu hans fór hún illa í hann.
Ljóst er að tímasetningin á uppsögn Þorláks kemur sér illa við ÍBV en kostir eins og Heimir Guðjónsson, Davíð Smári Lamude og Gunnar Heiðar Þorvaldsson eru allir búnir að ráða sig í Lengjudeildina.
Ljóst má vera að allir þeir hefðu sýnt því áhuga að taka við ÍBV.
Hins vegar er nóg af kostum í boði, nokkrir eru lausir og þá gæti ÍBV farið þá leið að kaupa upp samnings þjálfara sem er nú þegar í starfi.
Eiður Smári Guðjohnsen
Virðist hafa sýnt því áhuga að fara að þjálfa aftur, fór í viðræður við Selfoss á dögunum og var á blaði hjá HK og Val þegar þau voru að leita sér að nýjum þjálfara. Gæti kveikt mikið líf í kringum lið ÍBV.
Srdjan Tufegdžić
Var rekinn frá Val en hefur mikla og góða reynslu, þekkir það vera með lið í neðri hluta deildarinnar sem gæti reynst mikilvægt fyrir ÍBV.
Ejub Purisevic
Hefur gert frábærlega með lið á landsbyggðinni, klókur þjálfari sem gæti reynst ÍBV happafengur.

Haraldur Hróðmarsson
Vann við erfiðar aðstæður í Grindavík þar sem félagið var án heimavallar um langt skeið, gæti verið spennandi ráðning fyrir ÍBV.
Jón Þór Hauksson
Þrátt fyrir erfitt sumar hjá Jóni hefur hann sannað ágæti sitt sem frábær þjálfari, kostur sem Eyjamenn gætu svo sannarlega skoðað.
Bjarni Jóhannsson
Þessi reyndi þjálfari er án starfs, hefur í tvígang stýrt ÍBV. Allt er þegar þrennt eins og segir í kvæðinu góða.

Jóhann Birnir Guðmundsson
Er í starfi hjá ÍR en hefur unnið kraftaverk þar, ætti skilið tækifæri á stærsta sviðinu í Bestu deild karla.
Sigurvin Ólafsson
Með mikla teningu til Eyja enda fæddur og uppalinn þar, hefur gert frábærlega með Þrótt síðustu sumur og hefur verið orðaður við störf í Bestu deildinni.