fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Settu upphæðina sem Blikar greiddu Halldóri í annað samhengi – „Það er áhugavert að horfa til þess nú“

433
Fimmtudaginn 25. desember 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Sveinsson, sem heldur utan um síðuna Utanvallar.is, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is og fór yfir fjármálahlið íþróttanna.

Það hneyksluðust margir á því í haust þegar Halldór Árnason fékk nýjan samning sem þjálfari Breiðabliks en var svo rekinn tveimur mánuðum seinna.

Talið er að þetta hafi kostað Blika yfir 20 milljónir króna, en þetta var sett í samhengi við peningana sem félagið fær fyrir árangur í Sambandsdeildinni, þar sem Blikar duttu út í deildarkeppninni en söfnuðu fimm stigum og um 650 milljónum í heildina.

„Það er áhugavert að horfa til þess nú að margir voru hneykslaðir á þessum samningi sem var gerður við Dóra Árna, það er kannski lág upphæð í stóra samhenginu?“ spurði Helgi í þættinum.

„Já, já. Það er búið að borga sig til baka með jafnteflunum og sigrunum gegn Shamrock. Ef þú horfir í baksýnisspegilinn held ég að menn séu ekkert að spá í þessu þegar þú ert með þennan gullpott sem Evrópukeppnin er fyrir framan þig,“ sagði Sævar.

Þátturinn í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni