fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Uppsögn hjá KSÍ til umræðu – „Maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 24. desember 2025 10:30

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sævar Þór Sveinsson, sem heldur utan um síðuna Utanvallar.is, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is og fór yfir fjármálahlið íþróttanna.

Fréttir af því að KSÍ hafi sagt upp markaðsstjóra og ekki ráðið nýjan vöktu athygli á dögunum og voru til umræðu í þættinum.

„Það er alltaf verið að tala um að það þurfi að efla markaðstörfin hjá félögunum og KSÍ svo mér finnst mjög áhugavert að þau fari þessa leið,“ sagði Sævar en telur hann þó að sambandið hafi góðar ástæður fyrir þessu.

Meira
Garðar furðar sig á því að KSÍ hafi rekið þennan starfsmann í skjóli nætur – „Að mínu mati er verið að byrja á röngum enda“

„Ég skoðaði fundargerð frá stjórninni og þar kemur fram að það eigi að sameina markaðs- og samskiptasvið. Það er alltaf gott ef það á að hagræða í rekstrinum en maður veltir fyrir sér hvort að þetta sé endilega rétta skrefið, sérstaklega ef maður hugsar út í kostnaðinn við að vera með einn markaðsstjóra í starfi.

Þetta eru kannski 15 milljónir á ári með öllu, þetta eina starfsgildi. Geturðu ekki fengið þá upphæð í gegnum einhverjar markaðstekjur? En ég ímynda mér að þetta sé vel ígrunduð hugsun hjá KSÍ.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur

Alves að kaupa félag og ætlar að spila sjálfur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi

Fyrrum hetja Liverpool riftir eftir hörmulegt gengi
433Sport
Í gær

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Í gær

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Í gær

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins

Þessi koma til greina í kjörinu á íþróttamanni ársins
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham