
Mohamed Salah reyndist hetja Egypta er hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma gegn Zimbabwe í fyrstu umferð Afríkukeppninnar.
Það hefur verið hiti í kringum Salah hjá Liverpool en hann mætti ferskur í Afríkukeppnina og tryggði sínu liði þrjú stig.
Þetta er fimmta Afríkukeppnin sem Salah tekst að skora í, enda verið lengi að í hæsta klassa fótboltans.
Þetta hefur engum samlanda hans tekist, eins og hin virta tölfræðiveita Opta Joe vekur athygli á.
5 – Mohamed Salah's stoppage time winner against Zimbabwe means he is the first Egyptian to score in five editions of the Africa Cup of Nations. Pharaoh. #TotalEnergiesAFCON2025 pic.twitter.com/oFM77DzLtK
— OptaJoe (@OptaJoe) December 23, 2025