

Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, segir að pressan sé farin að magnast þegar kemur að miðjumanninum Florian Wirtz.
Wirtz kostaði Liverpool 116 milljónir punda frá Leverkusen í sumar en á eftir að skora mark fyrir félagið í 22 leikjum.
Hamann segir að þolinmæðin muni á endanum renna út og að Wirtz þurfi á endanum að skila sínu með bæði mörkum og stoðsendingum.
,,Það eru komin jól og hann hefur enn ekki skorað mark. Ég hef séð nánast alla leikina með honum og hann hefur verið bestur í Meistaradeildinni,“ sagði Hamann.
,,Hversu lengi viljiði bíða? Hann fær vernd frá félaginu og Arne Slot segir að hann sé að gera flotta hluti, að hann sé frábær.“
,,Á einhverjum tímapunkti þá mun hann fá þau skilaboð að hann fái sex til átta vikur til að sanna það að hann geti spilað fyrir þetta félag. Í dag þá kannski getur hann það ekki.“