
Aston Villa er sagt horfa til Brennan Johnson hjá Tottenham fyrir janúargluggann, en líklegt er að barátta verði um leikmanninn.
Tottenham ku vera til í að losa kantmanninn í janúar þar sem hann er ekki neinn áskrifandi að mínútum þar eins og staðan er.
Johnson hefur verið sterklega orðaður við Crystal Palace en Villa vill reyna að nappa honum til sín eftir áramót.
Johnson gekk í raðir Tottenham frá Nottingham Forest sumarið 2023. Hefur hann skorað 27 mörk og lagt upp 18 í 106 leikjum.