

Liverpool er víst búið að draga sig úr kapphlaupinu um sóknarmanninn Antoine Semenyo sem spilar með Bournemouth.
Semenyo er að öllum líkindum á förum í janúar og er búist við að það gerist strax í byrjun mánaðarins.
Hann mun kosta 65 milljónir punda en samkvæmt enskum miðlum í dag þá ætlar Liverpool ekki að blanda sér í baráttuna.
Hann var sterklega orðaður við Liverpool á dögunum en nú stefnir allt í að endastöðin verði Manchester.
Manchester City og Manchester United hafa áhuga en Semenyo hefur verið besti maður Bournemouth á þessu tímabili.