
Joachim Andersen, miðvörður Fulham, varð fyrir óhugnanlegum meiðslum í leik liðsins gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.
Myndavélum var fljótt vísað í aðra átt þegar ljóst var að fingur Andersen stóð í ranga átt eftir atvik í fyrri hálfleik.
Leikurinn var stöðvaður á meðan sjúkraþjálfarar hlúðu að danska varnarmanninum og fór um áhorfendur þegar endursýning birtist.
Daninn lét þó engan bilbug á sér finna og kláraði leikinn. Mynd af meiðslunum er hér að neðan, en hún er ekki fyrir viðkvæma.
