
Bruno Fernandes meiddist aftan í læri í tapi Manchester United gegn Aston Villa um helgina og missir sennilega af sex leikjum.
Þetta er mikið högg fyrir United, en fyrirliðinn hefur verið lykilhlekkur í liðinu undanfarin ár og oft verið ljósi punkturinn í döpru gengi.
Fernandes mun nú sennilega missa af komandi leikjum gegn Newcastle, Wolves, Leeds og Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Svo tekur við bikarleikur gegn Brighton sem hann missir af og svo aftur leikur í deildinni gegn Manchester City.
United vonast svo til að Fernandes snúi aftur gegn Arsenal í deildinni 25. janúar.