
Búið er að opinbera þau tíu sem koma til greina sem íþróttamenn ársins árið 2025, en hið árlega kjör fer fram í upphafi næsta árs.
Úr heimi fótboltans koma þau Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson til greina, en Glódís var einmitt valin íþróttamaður ársins í fyrra.
10 efstu í stafrófsröð
Dagur Kári Ólafsson
Eygló Fanndal Sturludóttir
Gísli Þorgeir Kristjánsson
Glódís Perla Viggósdóttir
Hákon Arnar Haraldsson
Hildur Maja Guðmundsdóttir
Jón Þór Sigurðsson
Ómar Ingi Magnússon
Snæfríður Sól Jórunnardóttir
Tryggvi Snær Hlinason
Einnig er valið lið ársins og þjálfari ársins. Hér að neðan má sjá hver koma til greina þar.
Lið ársins í stafrófsröð
Breiðablik kvenna fótbolti
Fram karla handbolti
Valur kvenna handbolti
Þjálfari ársins í stafrófsröð
Ágúst Þór Jóhannsson
Dagur Sigurðsson
Heimir Hallgrímsson
Kjörinu verður lýst frá Hörpu laugardagskvöldið 3. janúar. Hér má svo finna alla topp 10 lista frá upphafi: https://sportpress.is/topp-tiu/.