

Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, reifst aðeins við stuðningsmenn Aston Villa um helgina en liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Villa vann leikinn 2-1 en Morgan Rogers gerði bæði mörk Villa og Matheus Cunha skoraði mark United.
Fernandes var tekinn af velli vegna meiðsla í hálfleik en þá var staðan jöfn 1-1.
,,Ekki vera reiður því ég skora alltaf gegn ykkur,“ sagði Fernandes á meðal annars og einnig: ,,Þú hefur séð fleiri mörk frá mér en liðinu þínu.“
Fernandes hefur verið mikið gagnrýndur eftir að myndband af atvikinu var birt og er kallaður hrokafullur.
Myndbandið má sjá hér.
Bruno Fernandes 🆚 Aston Villa fans pic.twitter.com/aTrEuXdEcr
— Out Of Context Man Utd (@ManUtdNoContext) December 22, 2025