

Sóknarmaðurinn Patson Daka er stálheppinn að vera ekki alvarlega meiddur eftir óhugnanlegt atvik sem átti sér stað í gær.
Daka leikur með landsliði Sambíu sem spilaði við Malí í Afríkukeppninni og lauk leiknum með 1-1 jafntefli.
Daka skoraði jöfnunarmark Sambíu á 92. mínútu og ákvað að fagna á dramatískan hátt sem endaði mjög illa.
Hann lenti mjög illa í grasinu og á hálsinum og missti meðvitund um tíma en sem betur fer slasaðist ekki alvarlega.
Afskaplega óhugnanlegt en myndband af þessu má sjá hér.
Patson Daka what a goal what a header 🚀🔥💤 | Rate this goal from 1-10 🥶#TotalEnergiesAFCON2025 pic.twitter.com/2Q4Mi3opJT
— richardfutbal (@richardfutbal) December 22, 2025