

Jamie Carragher, goðsögn Liverpool, hefur komið varnarmanninum Micky van de Ven til varnar.
Van de Ven fór í umdeilda tæklingu um helgina í leik Tottenham og Liverpool sem varð til þess að Alexander Isak meiddist illa.
Carragher segir að það hafi ekki verið ætlun Van de Ven að meiða Isak og að Svíinn hafi bara verið óheppinn að þessu sinni.
,,Þetta er mikið áfall fyrir Liverpool því ég held að þeir hafi jafnvel þurft á öðrum sóknarmanni fyrir utan Isak,“ sagði Carragher.
,,Ég set mig í spor Van de Ven og þetta er líklega sú tækling sem ég hefði framkvæmt. Hann er að reyna að vera fyrir skotinu.“
,,Isak var bara mjög óheppinn í þessu tilfelli.“