
Manchester United tekur ekki lengur í mál að leyfa Kobbie Mainoo að fara eftir meiðsli Bruno Fernandes.
The Times heldur þessu fram, en fyrirliðinn meiddist í tapi United gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Mainoo hefur verið sterklega orðaður frá United, enda allt annað en sáttur við hlutverk sitt undir stjórn Amorim.
Napoli hefur hvað mest verið í umræðunni og vill fá miðjumanninn á láni. Nú er hins vegar útlit fyrir að hvorki Ítalirnir né Mainoo fái sínu framgengt.