fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Glódís og Hákon valin best

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. desember 2025 17:00

Hákon Arnar Haraldsson. Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glódís Perla Viggósdóttir og Hákon Arnar Haraldsson eru knattspyrnufólk ársins 2025 samkvæmt niðurstöðu Leikmannavals KSÍ.

Knattspyrnukona ársins: Glódís Perla Viggósdóttir

Glódís Perla Viggósdóttir er Knattspyrnukona ársins í fjórða sinn og fjórða árið í röð. Líkt og áður hefur hún verið einn af lykilleikmönnum Bayern München og íslenska landsliðsins og er fyrirliði beggja liða. Glódís varð þýskur meistari með Bayern í vor sem leið og tapaði liðið aðeins einum leik í deildinni á tímabilinu. Glódís lék 18 leiki í deildinni og skoraði í þeim tvö mörk. Glódís varð einnig þýskur bikarmeistari er Bayern München vann 4-2 sigur á Werder Bremen í úrslitaleik keppninnar. Glódís lék fjóra leiki í bikarkeppninni og skoraði í þeim eitt mark. Glódís lék sex leiki í Meistaradeild UEFA, en þar datt Bayern út í 8-liða úrslitum keppninnar eftir tap gegn Lyon. Glódís lék 10 A-landsleiki á árinu og þar af alla leiki liðsins á EM 2025. Á núverandi tímabili hefur Glódís leikið níu leiki í deild, einn í þýska bikarnum og fimm í Meistaradeild UEFA.

2. sæti – Cecilía Rán Rúnarsdóttir

3. sæti – Sandra María Jessen

Knattspyrnumaður Ársins: Hákon Arnar Haraldsson

Hákon Arnar Haraldsson er Knattspyrnumaður ársins í þriðja sinn. Hákon Arnar hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár, er varafyrirliði liðsinsog lék níu leiki með liðinu á árinu. Hann hefur alls leikið 28 A-landsleiki og skorað í þeim þrjú mörk. Hákon Arnar lék 25 leiki á liðinu tímabili með LOSC Lille í frönsku úrvalsdeildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Auk þess skoraði hann tvö mörk í sex leikjum í Meistaradeild UEFA. Hákon hefur leikið frábærlega á nýju tímabili, leikið 15 leiki í deildinni og skoraði í þeim fimm mörk. Í Evrópudeildinni hefur hann leikið sex leiki og skorað eitt mark.

2. sæti – Albert Guðmundsson

3. sæti – Elías Rafn Ólafsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM

Vegleg ráðstefna í Laugardalnum – Þorsteinn fer meðal annars yfir EM
433Sport
Í gær

58 ára á leið í nýtt lið

58 ára á leið í nýtt lið