

Chelsea gæti verið að kalla efnilegan leikmann til baka úr láni á næstu dögum en sá strákur ber heitið Aaron Anselmino og er miðvörður.
Anselmino er 20 ára gamall en hann kom til Chelsea frá Boca Juniors fyrir um tveimur árum síðan.
Hann var lánaður til Dortmund í sumar en hefur fengið takmarkað að spila og hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum.
Chelsea getur kallað hann til baka ef ákveðnum mínútufjölda er ekki náð og eru líkurnar nú meiri heldur en minni.
Chelsea vill geta notað strákinn sem hluta af eigin hóp en liðið hefur verið í meiðslavandræðum í vörninni á tímabilinu.