fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
433Sport

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. desember 2025 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher bað stuðningsmenn Chelsea afsökunar þegar hann kynnti umdeilt lið tímabilsins hingað til í úrvalsdeildinni í þætti Sky Sports, Monday Night Football.

Carragher birti val sitt í kjölfar 1-0 sigurs Fulham á Nottingham Forest og vakti liðið strax mikla umræðu. Í markinu valdi hann óvænt Robin Roefs hjá Sunderland. Í vörninni voru Daniel Munoz og Marc Guehi frá Crystal Palace ásamt Arsenal-mönnunum Gabriel og Riccardo Calafiori.

Á miðjunni stillti Carragher upp Declan Rice, Granit Xhaka og Bruno Fernandes, en í fremstu víglínu voru Erling Braut Haaland, Antoine Semenyo og Morgan Rogers.

Mesta athygli vakti þó að Moises Caicedo væri ekki í liðinu, en margir telja hann einn besta varnarsinnaða miðjumann deildarinnar. Carragher viðurkenndi sjálfur að valið væri umdeilt.

„Declan Rice hefur örlítið forskot á Caicedo að mínu mati. Áhrif Xhaka hafa verið gríðarleg hjá Sunderland og hann varð að vera inni,“ sagði Carragher og hélt áfram. „Ég bið Chelsea-aðdáendur afsökunar, eins og ég geri oft, en ég fann einfaldlega ekki pláss fyrir Caicedo.“

Carragher nefndi einnig Haaland og Rice sem bestu leikmenn tímabilsins hingað til, með Morgan Rogers þar rétt á eftir. Stuðningsmenn voru þó ósáttir og margir gagnrýndu liðið harðlega á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum

Spáir ekki í uppþoti Salah á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Högg í maga Ronaldo og félaga

Högg í maga Ronaldo og félaga
433Sport
Í gær

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð

Staðfesta ráðningu á Túfa í Svíþjóð
433Sport
Í gær

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn

Amorim enn og aftur spurður út í ósátta manninn