

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, er nokkuð áhyggjufullur eftir meiðsli fyrirliða liðsins, Bruno Fernandes.
Amorim var spurður út í mögulega komu nýrra leikmanna í janúarglugganum en vill meina að liðið þurfi einfaldlega að glíma við þá stöðu sem félagið er í þessa stundina.
Portúgalinn gefur sterklega í skyn að það verði lítið sem ekkert gert í janúar þó að lykilmenn séu frá vegna meiðsla.
,,Ég sé til hvað við getum gert. Kobbie Mainoo er meiddur og nú er Bruno meiddur líka. Við sjáum til,“ sagði Amoim.
,,Við munum reyna að finna lausn á þessu án afsakana. Við þurfum að vinna næsta leik og reynum að gera það.“
,,Það er hægt að finna fyrir því þessa stundina að við munum lenda í vandræðum. Við þurfum að þjást og það er eitthvað sem við þurfum að takast á við.“