

Sævar Þór Sveinsson, sem heldur utan um síðuna Utanvallar.is, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar í Íþróttavikunni á 433.is og fór yfir fjármálahlið íþróttanna.
Það var til að mynda rætt um árangur Breiðabliks í Sambandsdeildinni, en liðið féll úr leik á fimmtudag þrátt fyrir fínan árangur í deildarkeppninni, þar sem liðið sótti fimm stig.
Sævar segir að félagið hafi fengið um 650 milljónir króna í kassann fyrir þátttöku sína í Sambandsdeildinni frá því í undankeppninni í sumar og þar til nú.
„Tekjur félagsins í fyrra voru svona 700 milljónir og nú færðu það á einu bretti í Evrópukeppninni,“ benti Sævar á.
Þátturinn í heild er í spilaranum.